Umiak Umiak

Krummi Svaf Í Klettagjá

"Krummi svaf í klettagjá,
Kaldri vetrarnóttu á,
Verður margt að meini,
Verður margt að meini.
Fyrr en dagur fagur rann,
FreðIð nefið dregur hann
Undan stórum steini,
Undan stórum steini.

Sálaður á síðu lá
Sauður feitur garðI hjá,
Fyrrum frár á velli,
Fyrrum frár á velli.
Krunk, krunk, nafnar, komið hér,
Krunk, krunk, því oss búin er
Krás á köldu svelli,
Krás á köldu svelli."